Afhending á Weidemann 2080T

Þau Atli Traustason og Klara Helgadóttir ábúendur á Syðri-Hofdölum í Skagafirði fengu afhendan Weidemann 2080T, sem er öflug liðstýrð vél, með skotbómu og lyftigetu yfir 2,5 tonnum, lyftihæð er um 4 metrar. Vélin er 50 hp., með húsi, 100% driflás og EURO tækjafestingum. Ríkulega útbúin vél sem á eftir að nýtast vel í fjölbreyttum búskap á Syðri-Hofdölum.

 

Myndin var tekin þegar Magnús Gunnarsson, sölufulltrúi Kraftvéla kom með vélina í hlað á Syðri-Hodölum og það var Klara Helgadóttir sem veitti henni viðtöku. Við óskum fjölskyldunni á Syðri-Hofdölum til hamingju með nýju vélina.

 

 

 

-