Atvinnutækjasýning Kraftvéla 2017

Síðasta laugardag var haldin atvinnutækjasýning Kraftvéla.

 

Til sýnis voru ýmis ný tæki, m.a. frá Iveco, Komatsu, Toyota lyfturum, New Holland og CaseIH, ásamt því sem tilboð voru í gangi á mörgum notuðum tækjum og aukahlutum.

 

Grillið var í gangi allan tímann og hoppukastali var á staðnum fyrir börnin.

 

Sýningin var vel sótt af gestum og gangandi og var mikil og góð stemmning.

Vöktu tækin mikla athygli hjá öllum aldurshópum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Á föstudagskvöldinu var forsýning fyrir boðsgesti og fór þar fram meðal annars afhendingar á nokkrum af þeim vélum sem voru á sýningunni.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim afhendingum.

 

Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur þá ánægju að koma og hitta okkur, fyrir ánægjulegan dag.

 

 

Við afhentum Iveco Eurocargo 4x4 bíl til SH Leiðarans ehf. Á myndinni eru t.v. Ívar Sigurþórsson, sölustjóri atvinnubifreiða hjá Kraftvélum ásamt Sigurjóni Hallvarðssyni, eiganda SH Leiðarans ehf.

20170714_185803

 

Einnig afhentum við þessar 2 gullfallegu Komatsu HM400 búkollur. Á myndinni eru t.v. Ævar Þorsteinsson, forstjóri Kraftvéla, ásamt  Dofra Eysteinssyni, eiganda Suðurverks ehf og Jóni Gunnarssyni, samgöngumálaráðherra.

Dofri HM400

 

Þriðja afhendingin var svo Komatsu PC138 vinnuvél. Á myndinni eru t.v. Ævar Þorsteinsson, forstjóri Kraftvéla, ásamt Jóni Ingileifssyni, eiganda Jóns Ingileifssonar ehf.

20170714_185411 copy

Síðasta afhendingin þennan daginn var svo Komatsu D61 jarðýta. Hún fór til Jóns Inga Hinrikssonar ehf. Á myndinni er t.v. Hólmgeir Eyfjörð, Jón Ingi Hinriksson eigandi, Ævar Þorsteinsson forstjóri Kraftvéla og Hrafnhildur Geirsdóttir, eiginkona Jóns.

20170714_184605 copy

 

20170714_174837

 

20170714_175515

 

20170714_175529

 

20170714_175626

 

20170715_142531

 

20170715_151209

 

20170715_151231

 

20170715_151235

-