B. Vigfússon fá afhenta Komatsu PW148-10 hjólagröfu og Komatsu PC18MR-3

Á myndinni er Gylfi Hauksson, söluráðgjafi Kraftvéla (t.v.) að afhenda þeim feðgum Bjarna Vigfússyni, Vigfúis Bjarnasyni og Guðmundi Bjarnasyni en saman mynda þeir fyrirtækið B. Vigfússon ehf sem er staðsett á Snæfellsnesi.  

 

Þeir eru að fá afhenda Komatsu PW148-10 hjólagröfu.  Hún er með Engcon rototilti sem er stjórnað með nýjum MIG2 Microprop stýripinnum sem gerir alla stjórnun þægilega og stiglausa.  Einnig er vélin með bakk- og hliðarmyndavélum sem og nánast öllum fáanlegum aukabúnaði frá Komatsu, sannarlega glæsileg vél.  Að auki var sett í hana Trimble dýptarmælir. 

Ásamt því að fá hjólavélina afhenta versluðu þeir sér einnig eina litla og netta Komatsu PC18MR-3 sem kom með 2 skóflum og hraðtengi.  Skemmtilegur lítill dugnaðarforkur.

 

Óskum við þeim feðgum til hamingju með nýju vélarnar og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

 

bvigfusson

-