Grindverk ehf fá nýjan Iveco Daily 4x4

Fyrir stuttu síðan fengu Grindverk ehf nýjan Iveco Daily 4x4 pallbíl afhendan frá Kraftvélum.
Um er að ræða 170 hestafla bíl sem er 5,5 tonn í heildarþunga.

 

Bíllinn er útbúinn með Cantoni sturtupalli með hliðarsturtu og öflugu fjórhjóladrifi með vökvalæsingum að framan og aftan. Að auki er bíllinn með tvöföldum millikassa og skriðgír.


Grindverk ehf er ahliða verktakafyrirtæki og mun bílinn eflaust koma að góðum notum í fjölbreyttum verkefnum.

Það var eigandi Grindverks ehf Sigurður G. Sigurðsson (t.h.) sem tók við bílnum frá Ívari Sigþórssyni, sölustjóra Iveco.


Við í Kraftvélum óskum Grindverk til hamingju með bifreiðina og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

 

Grindverk 1

 

Grindverk 2

 

Grindverk 3

-