Hafnarfjarðarbær bæta við öðrum Iveco í flotann sinn

Hafnarfjarðarbær fékk nýlega afhendan nýjan Iveco Daily 7 tonna vinnuflokkabíl og kemur hann sem viðbót í núþegar stóran flota af Iveco bifreiðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Bíllinn er sem áður fyrr sérútbúinn fyrir þeirra breytilegu þarfir í þjónustu við bæjarbúa Hafnarfjarðar.


Þetta er níundi vinnuflokkabílinn af Iveco gerð sem Hafnarjarðarbær fær afhendan, eins og fyrr segir er bílinn 7 tonn í heildarþunga, vélin er 180 hestöfl og með 8 gíra ZF sjálfskiptingu. Hægt er að flytja 6 farþega auk ökumanns.

 

Á bílinn var settur 4 t/m Fassi krani frá Barka ehf, kraninn er með fjarstýringu og vökvalagnir fyrir tvær tvöfalda hreyfingar fram á enda fyrir skóflu með opnun og snúningi. Stálpallur er á bílnum frá Cantoni á Ítalíu útbúinn með sturtum á þrjá vegu og niðurfellanlegum skjólborðum. Útbúnaður fyrir snjótönn og saltdreifikassa verður settur á bílinn.

Kraftvélar óska Hafnarfjarðarbæ til hamingju með bílinn með von um að hann reynist þeim vel.

Á myndinni er Óskar Sigurmundason (t.v.), sölufulltrúi Iveco, að afhenda Gunnari, verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, nýja Iveco Daily flokkabílinn.

Hafnarfjörður

-