ÍAV fá átta Iveco Daily vinnuflokkabíla

Nýverið fengu ÍAV afhenta átta Iveco Daily vinnuflokkabíla frá Kraftvélum.

 

Um er að ræða vel útbúna Iveco Daily 7 manna vinnuflokkabíla með áföstum palli með fellanlegum skjólborðum og eru þeir að leysa af hólmi eldri bíla fyrirtækisins.

Það var glatt á hjalla þegar að formleg afhending bílana fór fram síðastliðinn föstudag við húsakynni ÍAV í Reykjanesbæ og óskum við ÍAV innilega til hamingju með bílana.

 

Á myndinni má sjá starfsmenn Kraftvélar afhenda starfsmönnum ÍAV bílana formlega.
Frá vinstri: Þórmar Viggósson (verkstjóri ÍAV), Ívar Þór Sigþórsson (sölustjóri Iveco), Einar Már Jóhannesson (forstöðumaður tækjareksturs), Viktor Karl Ævarsson (framkv.stjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla) ásamt Þórði Þorbjörnssyni (innkaupastjóra ÍAV).

 

Við óskum ÍAV innilega til hamingju með bílana og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

 

ÍAV 1

 

ÍAV 2

Myndband frá afhendingunni:

-