Iveco bílarnir halda áfram að renna út eins og heitar lummur!

Við hjá Kraftvélum höfum aldrei haft jafn mikið að gera í Iveco eins og í ár, höfum aldrei flutt inn jafn marga bíla né verið með jafn langan lista yfir sérpantaða bíla á leiðinni til landsins.

 

Í dag kom Magnús Magnússon smiður í heimsókn til okkar að sækja nýja Iveco Daily sendibílinn sinn.

 

Um er að ræða Iveco Daily með 12 rúmmetra vörurými, 160 hestafla vél og 8 gíra HI-Matic sjálfskiptingu frá ZF.
Magnús er einnig talsvert duglegur að draga kerru en Iveco Daily er með 3,5 tonna dráttargetu.

 

Ekki amalegt að taka á móti nýjum bíl á sólríkum sumardegi. Við óskum Magnúsi til hamingju með nýja bílinn og bjóðum hann velkominn í hóp Iveco eigenda.

 

 

 

-