Kraftvélar óska Icetransport ehf. til hamingju með nýjan Iveco Stralis dráttarbílinn sem þeir fengu afhentan fyrir stuttu síðan.

Bíllinn er 4X2 bíll af sérstakri XP útfærslu sem er sérframleiddir bílar með hámarksnýtingu eldsneytis og lágmarks mengunar og sem dæmi er raun mæling á þessum bílum með allt að 11% minni eyðslu sem skilar 5-7 % lægri rekstrarkostnaði. Bíllinn er ríkulega útbúinn staðalbúnaði auk mikils aukabúnaðs. Vélin er 11 lítra, 480 hestöfl með 2.300 Nm tog við 970sn/min, gírkassinn er alveg ný hönnun frá ZF og kallast HI-Tronix og er 12 gíra, mun hraðvirkari en eldri skiptingar, hljóðlátari, og með 4 bakkgírum auk ruggustillingu (rocking mode) þegar þarf að losa bílinn úr festu auk þess er hann með skriðgír (Creep mode). Vökvastýrið er ný hönnun mun nákvæmara og með stimpil vökvadælu sem einnig á þátt í minni eyðslu, Rafallinn er smart alternator sem eyðir ekki orku þegar þess er ekki þörf og slær út þegar bíllinn þarf að nýta allt afl vélarinnar t.d. í bröttum brekkum. Drifhásingin er alveg ný hönnun og er hún mun léttari en sú eldri og fjöðrunin er betri og mýkri og allt er gert til að minnka eyðslu bílsins. Rafkerfið er alveg ný hönnun þar sem kerfinu er skipt upp í 3 sjálfstæðar einingar til að lágmarka mögulegar bilanir og tíma við bilanagreiningu en allar raftengingar eru af nýjustu og fullkomnustu gerð með þéttleika til að forðast tæringu og útleiðslu með endingu og minni bilanir til langs tíma.

Útlit bílsins er nokkuð hefðbundið nema að framendi bílsins er auðkenndur með matt svörtu sem gerir bílinn sportlegri í útliti.

 

Á myndinni eru Kristófer og Dan bílstjórar hjá Icetransport að veita bílnum viðtöku.

 

 

 

 

-