Kraftvélar óska Rarik ohf til hamingju með 2 nýja Iveco Daily 4x4 sendibíla sem þeir fengu afhenta fyrr í þessum mánuði.

Báðir bílarnir eru 3,5 tonna bílar með 210 hestafla vélum sem toga 470Nm og í bílunum er 8 gíra ZF sjálfskipting sem er fáanleg í alla Daily bíla upp í 7,2 tonn. Bílarnir eru sérútbúnir fyrir Rarik með 4x4 drifbúnaði frá Achleitner í Austurríki og þá er sjálfstæður millikassi í bílunum með sídrifi sem er læsanlegt og hægt að velja á um hátt og lágt drif. Bæði fram og afturdrifið er 100% læsanlegt. Arctictrucks sáu síðan um að setja 35“ dekk og brettakanta á bílana en ekki var þörf á að hækka þá umfram það sem er frá framleiðanda. 

 

Auka vinnuljós og fjarstýrt leitarljós er sett á þakið. Annar búnaður er: Loftdæla, kastaragrind spiltengi, klæðning og einangrun í flutningsrými, verkfærahillur, led inniljós, Rauter, hleðslutengingar fyrir talstöðvar og tetra stöðvar, auka rafgeymar, inverter, auka Webasto, kassi á milli sæta fyrir fartölvu ofl. höfuðrofi, spil ofl ofl.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu bílanna en annar bílinn var afhentur á Höfn í Hornafirði þar sem Magnús Friðfinnsson og Kristján Sigurðsson veittu bílnum viðtöku og á Egilsstöðum tók Anton Ingvarsson á móti seinni bílnum.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingu bílanna.

 

 

 

 

 

 

 

-