Löndun fá tvo nýja Toyota lyftara

Í lok maí fengu Löndun afhenta tvo nýja Toyota lyftara fyrir löndunarstarfsemi sína og bætast þeir við nú þegar stóran flota af Toyota lyfturum.

Löndun ehf er þjónustu fyrirtæki fyrir útgerðir á höfuðborgarsvæðinu og eru vel þekktir fyrir skjóta og metnaðarfulla þjónustu.

Ásamt löndunarþjónustu bjóða þeir uððá alla almenna þjónustu fyrir skip sem koma til hafnar. Löndun ehf sér um að útvega allt það sem þarf fyrir afgreiðslu skipa, sem snýr að losun og frágangi afla, plast filmu, bretti og annað sem þarf í löndun. Vara er afgreidd á markað, í gáma eða bíla, umbúðum kosti og veiðarfærum komið um borð eftir óskum  verkkaupa.

Á myndinni má sjá Löndun taka við lyfturunum tveimur frá Kraftvélum.
Á myndinni eru Viktor Karl Ævarsson frá Kraftvélum (t.v.), Stefán Sigurjónsson, Svavar Ásmundsson og Viðar Jónsson frá Löndun ásamt Magnúsi Björgvinssyni frá Kraftvélum (t.h.).

 

Við óskum Löndun til hamingju með nýju tækin og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin.

 

Londun_Afhending_1

 

Londun_Afhending_2

-