New Holland T7 og Weidemann til Kúskerpi ehf

Fyrr í sumar fengu ábúendur á Kúskerpi í Skagafirði fyrstu New Holland vélina úr T7 línunni afhenta ásamt Weidemann T5522 skotbómulyftara.

 

New Holland T7.230 AC dráttavélin er ríkulega útbúin með stiglausum (Auto Command) gírkassa með 50 km aksturshraða. Vélin er með framlyftum og aflúttaki, fjaðrandi framhásingu, skotkrók, vökvayfirtengi, mótorbremsu og vökva- og loftbremsum fyrir vagna, svo fátt eitt sé nefnt. 

Mótorinn er 6 strokka, Common Rail 6,7 ltr. með aflauka sem skilar 200/225 hestöflum og aflmikið vökvakerf með 170 ltr. CCLS með 5 rafstýrðum ventlum.  Vélin er með fjaðrandi húsi með Climate control loftkælingu, stórum snertiskjá í innbyggðum sætisarmi, loftfjaðrandi ökumannssæti og farþegasæti með öryggisbelti, sem og ríkulega búin LED vinnuljósum.  Einnig má nefna að í vélinni er ISOBUS 11783 Class 3 tengi og Power Beyond.  Dekkin eru flotmikil, 600/65R28 að framan og 710/65/R38 að aftan og er á bar öxlum.

Weidemann T5522 skotbómulyftarinn er lipur en aflmikill þjarkur, með 2200 kg. lyftigetu og allt að 5,5m lyftihæð.  Vélin er 49 hestöfl með 30 km ökuhraða og 100% driflás.  Demparar eru á bómu, ásamt krabbastýringu og framstýringu til viðbótar við fjórhjólastýringuna.

Kúskerpi ehf er með ríkulegann kúa búskap ásamt að sinna verktöku á ýmsum sviðum svo nýju vélarnar hafa komið að góðum notum.  Formleg afhending dróst sökum anna hjá fjölskyldunni og vélunum í sumar en var haldin hátíðleg í Kjarnanum á Sauðárkrók þann 18. ágúst, þar sem haldið var eilítið teiti að þessu tilefni og var góð mæting og við hjá Kraftvélum þökkum vel fyrir.  Vélarnar voru svo til sýnis á Sveitasælu 19. ágúst sem einnig var vel sótt. 

Við óskum þeim Maríu, Einari og fjölskyldu á Kúskerpi, innilega til hamingu með nýju vélarnar og þökkum viðskiptin.

Kúskerpi 01

-