New Holland RB135 Ultra rúllusamstæða á Hjaltastaði

Nú á dögunum fékk Jón Hermann Hjaltason á Hjaltstöðum í Kinn afhenta nýja New Holland RB135 Ultra rúllusamstæðu.  

Vélin er útbúin öllum helsta búnaði sem bændur vilja hafa í rúllusamstæðunni sinni, svo sem 2,2 m. breiðri sópvindu, 20 Hardox500 hnífum fyrir söxun og smurkerfi fyrir fóðringar og keðjur.  

 

RB135 Ultra kemur stöðluð með net/plast búnaði, sem sagt val um hvort er notað og hægt er að stilla stærð rúllu frá 120-135 cm.

 

Á myndinni eru Jón Hermann (t.v.) og Magnús Gunnarsson sölufulltrúi landbúnaðurtækja hjá Kraftvélum, en bak við myndavélina er Jóhann Haraldsson vélvirki frá Kaupfélagi Skagfirðinga sem sá um standsetningu á vélinni. 

 

Við óskum Jóni innilega til hamingju með nýju vélina og þökkum fyrir viðskiptin.

 

Rúlluvél Hjaltastaðir

-