NÝLEGA FÉKK HÁFELL EHF AFHENTA NÝJA KOMATSU PC18MR-3 MINIBELTAVÉL

Vélin bætist í mikinn núverandi Komatsu flota hjá Háfelli en fyrirtækið hefur verið dyggur Komatsu eigandi í fjöldamörg ár.

 

Vélin er vel útbúinn og vigtar um 1950 kg, með breikkanlegan undirvagn á gúmmíbeltum, lengri gerð af bómuarmi, KOMTRAX 3 kerfi og svo lengi mætti telja. Vélin afhendist með hraðtengi og 3 skóflum.

 

Þeir Atli og Sindri starfsmenn Háfells komu og veittu vélinni viðtöku hjá okkur. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Háfells innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!

 

 

-