Ný New Holland á Síðumúlaveggi í Borgarfirði

Seinustu vikur og daga hefur verið heldur betur fjör í að afhenda nýjar vélar hjá okkur í Kraftvélum.

 

Stórbændurnir á Síðumúlaveggjum í Borgarfirði fengu afhenda stórglæsilega New Holland T6.145 ElectroCommand fyrir stuttu.

 

Þessar vélar eru feikilega vel útbúnar og koma með ElectroCommand 17x16 gírkassa og 50km/h hámarks aksturshraða.

Bændurnir á Síðumúlaveggjum fengu sér ALÖ Q56 ámoksturstæki með fjörðun á gálga og vökvalás fyrir fylgitæki.

Dráttarvélin er með fjaðrandi framhásingu, skotkrók, vökvayfirtengi svo fátt eitt sé nefnt.

 

New Holland T6 dráttarvélarnar eru ríkulega búnar og hafa komið vel út.

 

Á myndinni eru feðgarnir Guðjón og Jónas í miklu stuði þegar að Dagbjartur Ketilsson sölufulltrúi kom með vélina.

Þess má til gamans geta að Jónas var að útskrifast þennan dag sem Búfræðingur frá LBHÍ og var ekki leiðinlegt að geta fært honum svona veglega útskriftargjöf.

 

Kraftvélar vilja þakka ykkur fyrir mjög ánægjuleg viðskipti, við óskum ykkur til hamingju með nýju vélina og til hamingju Jónas með áfangann. 

 

sidumulaveggir

-