Nýr Iveco til Kópavogsbæjar

Nýverið afhentu Kraftvélar Kópavogsbæ nýjan 5,2 tonna Iveco Daily vinnuflokkabíl en fyrir eiga þeir góðan flota af Iveco vinnuflokkabílum.

 

Þessi nýi bíll er með 180 hestala vél og 8 gíra ZF sjálfskiptingu, læstu mismunadrifi, sætum fyrir 6 farþega auk ökumanns, 3 metra palli með álskjólborðum og dráttarkrók svo fátt eitt sé nefnt.
Á bílinn verður einnig settur 3 t/m krani, snjótönn og festingar fyrir salt og sandreifibúnað.

 

Á myndinni er Eiður Guðmundsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Kópavogs, að taka á móti bílnum.

Kraftvélar vilja óska Kópavgsbæ og starfsmönnum til hamingju með þennan glæsilega bíl með ósk um að hann megi reynast þeim vel í framtíðinni.

 

Kóp-01

 

Kóp-02

-