Nýr New Holland T5.120 EC á Lýtingsstaði

Nýlega fékk Sveinn Guðmundsson á Lýtingsstöðum í Skagafirði afhenta New Holland T5.120 EC, en til gamans má geta þess að þessi vél er handhafi verðlauna sem Tractor of the Year (vél ársins) 2017 í sínum flokki. 

 

Vélin er vel útbúin með 16x16 Electro Command gírkassa með Parklock stöðuhemli, skotkrók og nýju línunni af ámoksturstækjum frá ALÖ, Q4s með fjöðrun á gálga og vökvalás fyrir fylgitæki, svo fátt eitt sé nefnt. 

 

Á myndinni eru Sveinn Guðmundsson (t.v.) og Magnús Gunnarsson, sölufulltrúi landbúnaðartækja, sem kom með vélina í hlað á Lýtingsstöðum en Evelyn kona Sveins var á bak við myndvélina. 

Við óskum Sveini og Evelyn til hamingju með nýju vélina og þökkum viðskiptin.

 

Lýtingsstaðir

-