Ofurtólið ehf fá nýjan Weidemann

Og synir / Ofurtólið ehf fengu nýlega afhendan nýjan Weidemann T5522 skotbómulyftara. 

Þessi lyftari er með 2200kg lyftigetu og lyftir upp í 5,5 metra hæð.  Þessi lyftari er útbúinn með 30 km drifi og 100% driflás. 

 

Það er gaman að segja frá því að Weidemann hefur heldur betur slegið í gegn á austfjörðum sem og annar staðar á landinu og bætist þessi lyftari nú í hóp fjölmargra annara Weidemann skotbómulyftara á Austurlandi. 

 

Myndin er tekin þegar Og synir / ofurtólið ehf fengu lyftarann afhendann.  

Á myndinni er nýr eigandi Þorsteinn Erlingsson (t.v.) að taka á móti tækinu frá Magnúsi Jóni Björgvinssyni, sölustjóra lyftara hjá Kraftvélum. 

 

Við óskum Þorsteini til hamingju með nýja lyftarann og þökkum honum fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

 

OgSynir1

 

OgSynir2

-