Orkuveita Reykjavíkur fá tvo nýja Iveco

Í síðustu viku fékk Orkuveita Reykjavíkur afhenta tvo Iveco Eurocargo sérútbúna vinnuflokkabíla.

 

Bílarnir eru 10 tonn í heildarþyngd með 190 hestafla vélum og 6 gíra ZF sjálfskiptingu. Að auki eru þeir með loftpúðafjöðrun bæði framan og aftan, pall og skáp fyrir verkfæri smíðað af Vögnum og Þjónustu þar sem einnig er hægt að geyma fatnað fremst á pallinum.

Bæði bíllinn og skápurinn eru með sér Webasto olíumiðstöðum , 5,5 t/m Fassi krani er á bílunum sem er með þráðlausri fjarstýringu og vökvaúttökum fyrir 2 tvívirkar hreyfingar fyrir klemmu eða skóflu.

 

Grindur fyrir staura og verkfæri eru fremst og aftast á palli auk fjölda festinga og glussaúttaka fyrir vökvahamra og fleira. Skápar eru beggja vegna á grind bílsins fyrir keðjur og laus verkfæri auk innfelldra stiga til að komast upp á pallinn. 

 

Kraftvélar óska Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju með þessa glæsilegu bíla með von um að þeir eigi eftir að reynast þeim vel í framtíðinni.   

 

Veitur 01

 

Veitur 02

-