Pálmi á Geitabergi, Akranesi fær nýjan Weidemann.

Í gær afhentum við nýjan Weidemann T4512 skotbómulyftara til Pálma Jóhannessonar, Geitabergi á Akranesi.

 

Skotbómulyftarinn er 40hö með 100% driflás og veltistýri, ásamt vökvalæsingu á fylgitækjum EURO.

Pálmi er með blandaðan búskap, þar sem hann er með fjós og nautaeldi.

Hann kom ásamt syni sínum og skoðaði hjá okkur þennan Weidemann, þegar við fórum hringferðina um landið í fyrra. Eins og flestir, þá sá hann hversu vel þessi skotbómulyftari, gæti hentað honum við gjafir, mokstur og fleira.

 

Við óskum Pálma innilega til hamingju með nýja Weidemann T4512 skotbómulyftarann.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pálma, þegar hann tók við tækinu.

 

20170215_141403

-