Rarik fá afhenta tvo nýja Iveco bíla

Nýlega fengu Rarik afhenta tvo Iveco Daily 4x4 vinnuflokkabíla sem eru 5,5 tonn að heildarþyngd.


Iveco Daily 4x4 kemur vel útbúinn frá framleiðanda með 3.0L 180 hestafla vél. Tog vélarinnar er 430 Nm á lægsta snúningi. Gírkassin er 6 gíra samhæfður og millikassinn er sjálfstæður þar sem bíllinn ekur alltaf í sídrifi og hægt að læsa í 4x4 drifi, einnig er auka lággír (skriðgír). 

 

Bíllinn er á hásingum sem eru með fljótandi öxlum og þeir koma með 100% driflæsingum bæði framan og aftan sem er stjórnað með rofa í mælaborði. Drifsköft eru með tvöföldum hjöruliðum. 


Bílarnir eru með 40" breytingapakka frá Arctic Trucks  sem innifelur sérsmíðaðar 17“ stálfelgur Pro Camp 40“ dekk og einnig var bætt við grillgrind með kösturum og 16,5 tonna rafdrifið dráttarspil auk LED ljóskastarar og tvöföld loftdæla.
Á bílana voru sett sérsmíðuð trefjahús frá Rafnar ehf með hurðum á báðum hliðum og að aftan, sérstaklega hönnuð með þarfir og notkun bílanna við erfiðar aðstæður á vetrum. Í húsið var sett auka Webasto olíumiðsöð ofl


Aukaraf ehf sá um ísetningu á auka rafmagni þar með talið auka vinnuljós allann hringinn, Inverter spennubreytir fyrir 220 volt, usb tengingar, LED lýsingar í vinnurými, samlæsingar á hurðir á vinnukassanum tengdar læsingum bílsins, bakkmyndavél, fjarstýrt leitarljós, aðvörunarljós, talstöðvar í tetra kerfi, 4g router, ofl ofl.


Kraftvélar óskar Rarik til hamingju með þessa glæsilegu og öflugu bíla með von um að þeir reynist þeim vel í framtíðinni.


Á myndinni er hér að neðan er Óskar Sigurmundason (t.v.), sölumaður Iveco atvinnubíla, að afhenda Ásbirni Gíslasyni, deildarstjóra framkvæmdadeildar Rariks á Norðurlandi, annan Iveco bílinn.

 

Rarik_01

 

Rarik_02

 

Rarik_03

-