RR Tréverk fá nýjan Iveco Daily

Kraftvélar óska RR Tréverki ehf á Krkjubæjarklaustri  til hamingju með nýja Iveco Daily vinnuflokkabílinn sem þeir veittu viðtöku á dögunum.

 

Bíllinn er með 170 hestafla vél, 6 gíra beinskiptum gírkassa, driflæsingu, ABS  bremsum, skriðvörn og dráttarkrók með heimilaða dráttargetu upp á 3,5 tonn.

Húsið er fyrir 6 farþega auk ökumanns. Stór geymsluhólf eru undir öllum sætum og sérsmíðaður galvaníseraður pallur með álskjólborðum og hlifðargrind fremst á palli til að hlífa ökumannshúsinu.

Vinnuljós og blikkljos voru sett á bílinn fyrir afhendingu.

 

Fyrir eiga RR Tréverk eldri Iveco Daily og Eurocargo pallbíl.

Á myndinni er Rúnar Páll Rúnarsson eigandi og forstjóri að fá bílinn afhentan.

 

rrtreverk

-