Suðurverk kaupa tvo nýja námutrukka

Í síðasta mánuði fengu Suðurverk ehf afhenta tvo nýja Komatsu HM400 námutrukka til notkunnar við Dýrafjarðargöng.

 

Trukkarnir eru vel útbúnir með smurkerfi, gafllokum og eru 35 tonn að eiginþyngd en geta borið allt að 40 tonn á pallinum. Heildarþyngd hvers bíl getur því orðið allt að 75 tonn.

Pallarnir geta tekið allt að 24 m³ af efni.

 

Á myndinni hér að neðan má sjá Ævar Þorsteinsson (t.v.), forstjóra Kraftvéla, afhenda Dofra Eysteinssyni, eiganda Suðurverks, nýju námutrukkana.

Með þeim á myndinni er Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

 

Dofri HM400

 

Suðurverk_02

-