Tengi ehf fá afhentan nýjan Toyota lyftara

02.10.2017

Í lok september fengu Tengi ehf afhentan nýjan Toyota rafmagnslyftara.

 

Lyftarinn sem varð fyrir valinu hjá þeim var Toyota þriggja hjóla rafmagnslyftari með gaffal- og hliðarfærslu frá ELM ásamt 4,7m lyftihæð.

Toyota hefur ávalt verið í fararbroddi með nýjungar í lyfturum og er hér engin undantekning á ferðinni.  Þriggja hjóla lyftarar frá Toyota eru allir útbúnir með rafmagnsstýri. Það er gert með það í huga að spara orku og gera lyftarana einstaklega lipra í norkun. 

 

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var þegar lyftarinn var afhentur, eru frá hægri þeir Einar Jónsson lagerstjóri hjá Tengi, Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis og Magnús Jón Björgvinsson frá Kraftvélum  (t.v.)

 

Kraftvélar óska tengi ehf til hamingju með nýja lyftarann og þökkum þeim fyrir að velja Toyota og Kraftvélar.

 

Tengi ehf

-