Weidemann T4512 á Þurranes í dölum

Jón Ingi Ólafsson sauðfjárbóndi í Þurranesi í dölum er nýjasti meðlimur hugfanginna eiganda Weidemann T4512.

 

Það má með sanni segja að Kraftvélar sé farið út í þá hugsun að skipuleggja vikulegar ferðir í Dalina með Weidemann vélar því slík hefur salan á þessum vélum verið að annað er ekki hægt. Sauðfjárbændur á Íslandi hafa bein í nefinu og eljan sem þessi stétt sýnir í leik og starfi slær okkur sem störfum í þjónustu við landbúnað baráttuvilja í brjóst.

 

Jón Ingi átti ekki í erfiðleikum með að stilla sér upp fyrir framan myndavélina við hlið föður síns Ólafs Skagfjörð Gunnarssonar en Ólafur var orðinn þreyttur á dagdraumum Jóns á sínum tíma og kom við í Kraftvélum og labbaði út með tilboð og skellti á borðið fyrir framan strákinn, sagði honum svo að kaupa.

 

Við þökkum Ólafi fyrir hjálpina og Jóni Inga fyrir viðskiptin og óskum honum til hamingju með að vera kominn í þennan stóra hóp ánægðra eiganda Weidemann.

 

Sjá nánar um vélina hér: http://www.kraftvelar.is/Solutorg/Skoda/weidemann-smavélar-1

 

-