Weidemann til Litlu-Hlíðar

Á fyrstu dögum nýs árs fékk Arnþór Traustason, Litlu-Hlíð í Skagafirði, afhentan Weidemann 1160 liðlétting.

 

Vélin er 32 hestöfl með niðurfellanlega öryggisgrind EPS, sem er mjög einfalt og fljótlegt að framkvæma, og skilar vélinni inn um hurðarop undir 180 cm á hæð.
Lipur og dugleg vél sem mun örugglega nýtast vel í hin ýmsu verk.  Vélinni fylgja skófla og greip, og að sjálfsögðu er vökvalás fyrir fylgitæki eins og á öllum Weidemann vélum.

Myndin er tekin þegar Arnþór Traustaston fékk vélina afhenta heim í hlað af Magnúsi Gunnarssyni sölufulltrúa landbúnaðartækja, sem er á bak við myndavélina.

Við óskum Arnþóri og fjölskyldu til hamingju með nýju vélin og þökkum fyrir viðskiptin.

 

Weidemann Litla-Hlíð

-