Kraftvélar ehf

 

Saga Kraftvéla 

Saga Kraftvéla ehf nær aftur til ársins 1989 er P.Samúelsson hf tók við umboði Komatsu vinnuvéla og hóf sölu og markaðssetningu í samstarfi við V.Æ.S. vélaverkstæði hf, sem þá var m.a. í eigu Ævars Þorsteinssonar.

V.Æ.S vélaverkstæði hf var með þjónustusamning við P.Samúelssonar og sá V.Æ.S. um alla þjónustu varðandi viðgerðir og varahluti fram til ársins 1992, en þá ákvað P.Samúelsson hf að yfirtaka viðgerðar- og varahlutaþjónustuna fyrir Komatsu og stofna nýtt fyrirtæki í kringum reksturinn, þar með urðu Kraftvélar ehf til.

Kraftvélar hóf rekstur 1. júní árið 1992 með tvö vörumerki, það voru Komatsu vinnuvélar og Toyota lyftarar en það umboð hafði P.Samúelsson hf. fyrir stofnun Kraftvéla.

Fyrirtækið hóf rekstur í leiguhúsnæði að Funahöfða 6 í Reykjavík með 7 starfsmenn, það voru þrír viðgerðarmenn, sölumaður, varahlutamann, gjaldkera og framkvæmdastjóra. Af þessu hópi starfa enn fjórir hjá fyrirtækinu en það eru þau Olga Kristjánsdóttir, Þórður Kristinsson, Gunnar Jónsson og Ævar Þorsteinsson.

Fyrirtækið flutti á Dalveg 6-8 í Kópavogi um mitt ár 1998 og urðu þá mikil umskipti í rekstri fyrirtækisins, stækkun húsnæðis um tæpa 1.500 fermetra ásamt stóru útisvæði og fjölgun starfsmanna um tæp 20 ný stöðugildi.

Tveimur árum seinna eða árið 2000 settum við á laggirnar nýja þjónustu og stofnuðum Kraftvélaleiguna, en það félag sérhæfir sig í útleigu á vinnuvélum og hefur sá þáttur í okkar rekstri verið vaxandi ár frá ári.

Árið 2004 festi fyrirtækið kaup á danska félaginu KFD A/S en það er umboðsaðili Komatsu í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Um mitt árið 2005 flutti fyrirtækið hluta af starfsemi sinni upp á Kjalarnes, þ.e.a.s Kraftvélaleiguna og notuð tæki og störfuðu þar 6 starfsmenn.

Seinni hluta sama árs 2005 urðu síðan eigendaskipti á félaginu er Páll Samúelsson ákvað að selja fyrirtækið og keypti Ævar Þorsteinsson félagið af Páli Samúelssyni og fjölskyldu.

Frá árinu 2010 hafa orðið mikil umskipti og breytingar á starfsemi og eignarhaldi Kraftvéla ehf, því félagið hefur hætt allri starfsemi með Komatsu í Danmörku.

Árið 2010 bætti félagið á sig blómum og hefur nú einnig hafið starfsemi á landbúnaðar- og vörubifreiðamarkaðnum, með New Holland og CaseIH dráttavélar ásamt IVECO sendi- og vörubifreiðum.

Í dag er félagið í eigu Ævars Þorsteinsson og fjölskyldu.


Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð höfuð áhersla á góða þjónustu við viðskiptavini, sé þjónustan góð, þá tryggir það framtíðarvöxt og stöðuleika fyrirtækisins.

Sé óskað eftir frekari upplýsingum um félagið, þá vinsamlega sendið fyrirspurn á Ævar Þorsteinsson, aevar@kraftvelar.is