CaseIH hefur nú nýlokið við sýnar stærstu æfingarbúðir frá upphafi, en 1000 sölumenn víðsvegar úr heiminum var boðið að taka þátt í þessum búðum og að sjálfsögðu sendu Kraftvélar sinn fulltrúa á staðinn. Yfir 60 dráttarvélar voru á staðnum og alls vel yfir 10.000hö til að rífa í sig 500ha akur. Námskeiðið var haldið rétt fyrir utan Bratislava í Slóvakíu á búi sem sérhæfir sig á þessum stað í korn- og maísrækt.

Stiklað var á stóru á þessu námskeiði en það sem má helst nefna sem kom fram var AFS snertiskjárinn og uppfærslur á honum, HMC II kerfið til stjórnunar og forritunar á aðgerðum fyrir fylgitæki, Maxxum ActiveDrive 8 gírkassinn sem var til þess að þessar vélar unnu til Machine Of The Year 2018, CaseIH Puma vélarnar og uppfærslur á þeim en þar má helst nefna enn betri árangur í sparneytni á mótor og mótorbremsu sem á sér engan líkan í þessum flokki véla.

Einnig var farið yfir Optum vélarnar en þær hafa verið að fá góða dóma og komið einstaklega vel út í flokki stærri véla.

Dagbjartur Ketilsson Sölufulltrúi landbúnaðartækja var sendur fyrir hönd Kraftvéla og var hann í góðum félagskap sölumanna CaseIH frá Danmörku og Noregi.