Í vor fengu Áfangar ehf – hreinlætisvörur í Reykjanesbæ afhendan nýjan Weidemann T4512 skotbómulyftara. Fylgihlutir með lyftaranum voru skófla, lyftaragafflar og pappaklemma með snúning sem er rétt um 400kg að þyngd.  Að sögn Smára eiganda Áfanga ehf þá fer lyftarinn létt með að lyfta papparúllum með klemmunni, rúllum sem eru allt að 850 kg að þyngd. Þessi lyftigeta sannar ágæti þess hvað Weidemann T4512 er knár þótt hann sé smár enda er þessi lyftari lang mest seldi skotbómulyftarinn á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hægt er að fá þennan lyftara í nokkuð mörgum útfærslum, t.d. er þessi útbúinn með tvö glussatengi framan á bómu fyrir klemmu og snúning.

Til hamingju með nýja lyftaran Smári og takk fyrir að velja Weidemann og Kraftvélar.

Á myndinni eru Smári Helgason eigandi Áfganga og Magnús Jón Björgvinsson sölustjóri lyftara hjá Kraftvélum.

https://www.youtube.com/watch?v=_gqJvAGJcI0