Núna í maí fékk Bændaverk ehf. sem Sverrir Þór Sverrisson á Auðkúlu 3 við Svínavatn í Austur Húnavatnssýslu á og rekur, afhenta New Holland T6.180 EC dráttarvél.  Vélin er með 17×16 gríkassa með sjálfskiptingu innan gírsviða og 50 km. ökuhraða.  Mótorinn er 6 strokka,  158/175 hp. með aflauka og mótorbremsu.  113 l. vökvadæla, 5 tvívirkar vökvasneiðar að aftan og loadsensing úttök, vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur, 12 LED vinnuljós og Alö 5QS ámoksturstækjum svo eitthvað sé nefnt. Vel útbúin og öflug vél, sem ætti að nýtast Sverri og hans fyrirtæki vel í framtíðinni.

Myndin er tekin þegar Sverrir tók við vélinni á Blönduósi frá Magnúsi Gunnarssyni sölufulltrúa Kraftvéla.  Við óskum Sverri til hamingju með nýju vélina.