Kraftvélar er umboðsaðili Potain byggingarkrana á Íslandi og nýlega afhenti fyrirtækið IGOM14 hraðkrana til Sætrar ehf.

Hraðkranar frá Potain eru með fjarstýringu með upplýsingaskjá, glussastýrðum fótum, stálballestum og hjólastelli sem gerir uppstillingu krananna fljótvirka og auðveldar flutning á milli staða innan byggingarreits og á milli svæða auk þess að spara uppsetningarkostnað. Potain kranar eru þekktir fyrir áreiðanleika og vera hraðir við alla vinnu sem gerir notendum kleyft að bæta framleiðni og þar með hagkvæmni verkefna sinna. Einnig eru Potain byggingakranar þekktir fyrir hátt endursöluverð enda markaðsleiðandi fyrirtæki í sölu sjálfreisandi byggingakrana í Evrópu.

Kraftvélar óska Sætrar ehf til hamingju með IGOM14 hraðkranann og býður fyrirtækið velkomið í hóp ánægðra viðskiptavina.

Á myndinni má sjá Hrein Sigmarsson, sölustjóra Potain krana (f.m.) afhenda Guðmundi Kristinssyni, eiganda Sætrar ehf (t.h.) og Árna Jóhannessyni byggingameistara og viðskiptafélaga Guðmundar (t.v.), nýja Potain IGO M14 kranann.