KRANAR

Það er okkur sönn ánægja að bjóða alla velkomna á Kranakvöld Kraftvéla.

Í dag, föstudaginn 6. júlí, ætlum við hjá Kraftvélum að bjóða ykkur að koma í heimsókn að skoða Potain byggingakrana. 
Á staðnum verða þrír sjálfreisandi kranar til prufu og sýnis.
Kranarnir sem verða á staðnum eru Potain IGO M14, IGO21 og IGO50.

IGO M14 er svokallaður hraðkrani þar sem ekki þarf að fjarlægja ballestar af krananum fyrir flutning. M14 er með innbyggðan hjólabúnað fyrir flutning á milli verksvæða og glussastýrðar fætur til þess að styttra reisingartímann ennþá frekar.
M14 er með 22m radíus, 19m undir krók og 1,8 tonn í hámarks lyftigetu. Kraninn verður felldur og reistur á staðnum til þess að sýna áhorfendum hversu auðveldur hann er í notkun.

IGO21 og IGO 50 eru hefðbundnir sjálfreisandi kranar þar sem þarf að fjarlægja ballestar af krananum til þess að flytja á milli verksvæða.
IGO21 er með 26m radíus, 19,3m undir krók og 1,8 tonn í hámarks lyftigetu.
IGO50 er með 40m radíus, 23,2m undir krók og 4,0 tonn í hámarks lyftigetu.

Með okkur á staðnum verður Wybe Vincent Smit, sölustjóri Potain krana í Norður Evrópu. Þið fáið einstak tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr og sá kann að meta krefjandi spurningar.

Endilega kíkið við hjá okkur á leiðinni heim úr vinnunni.