Kraftvélar óska Sérverk ehf til hamingju með nýja 5 tonna Iveco Daily pallbílinn sem þeir fengu afhentan í seinustu viku. Bílinn er með 160 hestafla vél 8 gíra sjálfskiptingu.
2.550 kg burðargeta og 3.500kg dráttargeta á kerru, pallurinn er frá Iveco og er 4,1m langur og 2,1 m breiður. Ökumannshúsið er einfalt og er með sætum fyrir 2 farþega, allur búnaður bílsins er rikulegur.

Á myndinni er eigandi og Framkvæmdarstjóri Sérverks ehf Elías Guðmundsson og Friðþjófur Jóhannesson Verkstjóri að veita bílnum viðtöku.

Smá upplýsingar um fyrirtækið:
Sérverk ehf var stofnað árið 1991 og er alhliða byggingafyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsteypu mannvirkja.
Sérverk tekur að sér minni og stærri verk, meðal verkefna sem unnin hafa verið eru: uppsteypa á skólum, fjölbýlishúsum, rað- og parhúsum ásamt fleiru.
Sérverk hefur byggt um 450 íbúðir fyrir almennan markað, einnig þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði.

Byggingarfélagið hefur alla tíð verið staðsett í Kópavogi, fyrst að Akralind og Síðan í Askalind 5,
þar sem megin starfsemin fer fram.