Fjórða afhendingin á norðurland!

Þröstur á Moldhaugum kom til okkar á Akureyri í síðustu viku og fékk afhenta CaseIH Puma 175CVX dráttarvél.

Þetta er stærsta „Short wheel base“ vélin hjá CaseIH. Hún er 225hö á mótor og skilar því afli vel. Þetta eru vélar sem koma með ríkulegum pakka af aukahlutum, það sem er einna skemmtilegast fyrir bændur í henni er HMCII kerfið.

HMCII kerfið gerir ökumanni kleift að setja inn aðgerðir á mjög fljótlegan og auðveldan hátt og má þá nefna sem dæmi að ef þú ert að slá með tveimur sláttuvélum þá ertu einungis 2-3 mínútur að setja inn aðgerðina og þarft eftir það einungis að ýta á einn takka til að vélin lyfti sláttuvélunum á endum og setji þær svo niður aftur þegar að þú ýtir aftur á takkan.

Við óskum Þresti til hamingju með nýju CaseIH Puma vélina sína og þökkum honum að sjálfsögðu fyrir viðskiptin.