Áfram mokast Iveco bílarnir út.

Í þetta skiptið var það G.A.P sf garðaþjónusta sem fengu afhentan nýjan Iveco Daily vinnuflokkabíl.

Starfsfólk G.A.P var við vinnu við leikskólann í Arnarsmára í Kópavogi þegar við kíktum til þeirra og fengum að taka myndir af Atla og Þórveigu við nýja Iveco Daily bílinn sinn.

Bílinn er 3,5 tonn í heildarþyngd og er ríkulega útbúinn með 180 hestafla vél og 8 gíra HI-Matic sjálfskiptinguni.
Bíllinn er 7 manna með dráttarbeisli með 3,5 tonna dráttargetu ásamt 3,4 metra löngum palli með fellanlegum skjólborðum á öllum hliðum.

Bílinn var sérpantaður fyrir G.A.P. í þessum flotta gula lit en hægt er að velja á milli fjölmargra skemmtilegra lita hjá Iveco sem gera bílana auðþekkjanlega.

Við óskum G.A.P. innilega til hamingju með þennan glæsilega Daily flokkabíl og þökkum þeim kærlega fyrir að velja Iveco.

Image may contain: car, sky and outdoor

Image may contain: cloud, sky and outdoor