Þær gulu streyma út!
Í gær fékk B. Vigfússon ehf afhenta nýja Komatsu PC26MR-3 minibeltavél. Vélin vel útbúin í alls staði eins og Komatsu er von og vísa. Hún er 2,7 tonn að þyngd, á gúmmíbeltum, að sjálfsögðu með innbyggt KOMTRAX 3G kerfi og afhendist með vökvahraðtengi og 3 skóflum.

Bræðurnir Guðmundur og Vigfús Bjarnasynir komu og veittu vélinni viðtöku hjá okkur á Dalveginum. Kraftvélar óska þeim feðgum Bjarna, Guðmundi og Vigfúsi innilega til hamingju með nýju vélina sem er nú þriðja Komatsu vélin í núverandi flota þeirra. Megi þeim farnast afskaplega vel!

Image may contain: sky and outdoor