Í dag, föstudaginn 24 ágúst, munum við hjá Kraftvélum halda vinnuvélasýningu og okkur er það sönn ánægja að bjóða ykkur að koma og gleðjast með okkur.

Sýningin verður á milli 17:00 – 20:00 og verður haldin í húsakynnum okkar að Dalvegi 6-8 og munu léttar veitingar vera í boði að sjálfsögðu.

Á sýningunni munum við sýna fjölbreytt úrval atvinnutækja frá Komatsu, Sandvik, Iveco, Miller, Toyota, CaseIH, New Holland, Weidemann auk fleiri merkja.

Við hlökkum til að fá sem flesta í heimsókn!