Núna á haustdögum fengu þeir félagar Björgvin Gunnarsson á Núpi og Gunnlaugur Ingólfsson á Innri-Kleif afhenta Abbey haugsugu.

Haugsugan er af stærri gerðinni en hún heitir Abbey 3500RT og er hún á tandem öxli með sjálfstýringu á aftari hásingu sem er hægt að læsa með vökvasneið innan úr vél. Hún kemur með K80 kúlu í stað hefðbundins dráttarauga en þeir félagar fengu sér K80 krók á dráttarvélarnar sem settur er í stað þessa venjulega króks sem er algengastur á vélum á Íslandi. Sugan er 15.900L með 13.500L vaccum dælu, hún er með fjaðrandi beisli ásamt því að vera á mjög flotmiklum 710mm BKT dekkjum. Sugan er með 8“ sjálffyllibúnað og drifskafti með tvöföldum hjörulið fyrir krappar beygjur. Það má ekki gleyma því að hún kemur með 100mm sjónglasi að framan sem sýnir hversu mikið er í sugunni ásamt því að vera með hljóðkút á vaccum dæluna.

Við hjá Kraftvélum óskum þeim félögum til hamingju með þessi glæsilegu kaup og þökkum kærlega fyrir viðskiptin.