Weidemann 3080T er liðstýrð hjólaskófla með skotbómu, þessi vél er með 75hö mótor og 105L vökvadælu, Dekkin eru af breiðari gerðinni en hún þarf að komast áfram sama hvernig viðrar og þá er Weidemann á heimavelli. Valdi er með útistæður fyrir sína verkun á heyi og hefur honum gefist það vel, góð hey og auðveldur heyskapur eru grundvöllur þess að hans mati að búskapur gangi vel. Weidemann vélin verður notuð til að gefa úr stæðunni inn í fjós ásamt því að þjappa stæðuna þegar verið er í heyskap.

Valdimar gefur Weidemann vélinni sterk meðmæli eftir að hafa notast við hana núna í nokkurn tíma og telur að ekki hafi verið hægt að gera betri kaup, við hjá Kraftvélum óskum fjölskyldunni á Grænahrauni til hamingju með kaupin og þökkum kærlega fyrir okkur.