Um er að ræða 18 tonna bíl með 320 hestafla vél og 12 gíra rafskiptingu.

Bílinn er með rúmlega 8 metra Wingliner vörukassa frá Vögnum og þjónustu með heilopnum á báðum hliðum og Carrier kælivél frá Kapp.
Vörumiðlun er eitt stærsta flutningafyrirtæki landsins, en eins og segir á heimasíðu Vörumiðlunar þá var Vörumiðlun ehf stofnuð árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vöruflutninga Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki.
En höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Sauðárkróki, en í dag er Vörumiðlun þriðja stærsta fyrirtæki landsins í vöruflutningum.

Það var hann Haraldur Hinriksson starfsmaður Vörumiðlunar á Fitjum sem tók á móti trukknum.
Við óskum Vörumiðlun innilega til hamingju með þennan glæsilega bíl og óskum þeim velfarnaðar.