Vélin er vel útbúin til að sinna verkefnum í hinu krefjandi umhverfi sem er í verkmiðju Elkem á Grundartanga. Vélin vigtar um 3,7 tonn og afhendist með sjálfvirkt smurkerfi frá Poulsen, 300 mm gúmmíbelti, hraðtengi, 3 skóflur, forísubúnað frá Reka, 6 vinnustillingar á vökvakerfi, KOMTRAX 3G kerfi, framhallanlegt hús sem gerir aðgengi að vél og vökvabúnaði einstaklega þægilegan og svo lengi mætti telja.

Björn Fannar Jóhannesson deildarstjóri tækjasviðs veitti nýju vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla ( sem þarna sést í geggjuðum rauðum slopp!!)

Kraftvélar óska Elkem Ísland innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!