Steypustöð Skagafjarðar koma oftar en ekki við hjá okkur í Kraftvélum og verður að segjast hreint út að þær heimsóknir eru alltaf ánægjulegar. Nú í vikunni komu strákarnir við og fóru full lestaðir norður. Þeir fengu hjá okkur veglegan pakka en í honum er eitt stykki notuð CaseIH Puma 185CVX, Junkkari J-18JLD malarvagn og notaður lyftari.

Á myndinni má sjá þegar að Eggert Örn starfsmaður Steypustöðvarinnar lagði í hann norður með bros á vör.
Við óskum þeim til hamingju með þennan flotta pakka og þökkum þeim fyrir viðskiptin!