Vélin er öll hin glæsilegasta og vel útbúin í alla staði og sérsniðin að þörfum eiganda. Véllin er um 5,4 tonn að þyngd og er m.a. með RT20 B rótotilt frá Rototilt AB, 4 skóflur einnig frá Rototilt AB, 400 mm breið “Roadliner” belti, 29,5 kW vél með tímastillanlegan ádrepara sem hægt er að stilla eftir þörfum, “Auto Idle” sem hækkar og lækkar snúning vélar sjálfkrafa eftir álagi, rúmgott og einstaklega vel einangrað hús sem hægt er að halla fram, KOMTRAX 3G kerfi, 6 vinnustillingar á vökvakerfi og svo lengi mætti telja.

Björn Björnsson framkvæmdastjóri BÓB kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur sem nú bætist í mikinn Komatsu flota hjá fyrirtækinu.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki BÓB vinnuvéla sf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim farnast vel!