Vélin er ca 3,3 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. Hún er m.a. með 300 mm breið gúmmíbelti, með lengri gerð af bómuarmi, 3,5” LCD litaskjá á íslensku fyrir stjórnanda, 6 stillingar á vinnukerfi, framhallanlegt hús eins og allar Komatsu minivélar, sjálfvirkan ádrepara á vél, skynjara sem hækkar og lækkar snúning sjálfkrafa á vél eftir álagi, KOMTRAX 3 kerfi, hraðtengi og 3 skóflur svo eitthvað sé nefnt.
Vélin mun notast að Nýpugörðum hjá þeim heiðurshjónum Elvari og Elínborgu sem reka m.a. úrvals gistiheimili og stunda sauðfjárbúskap á jörð sinni þar. Elvar Sigurjónsson kom og veitti vélinni viðtöku hjá okkur að Dalvegi í Kópavogi.

Kraftvélar óska Elvari og Elínborgu innilega til hamingju með nýju vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!