Grove GRT655 er nýr og spennandi krani frá Grove með 51 tonn lyftigetu, Cummins Tier 4 Final mótor, auka spil á bómu, myndavélar allan hringinn (bakkmyndavél, hliðarmyndavél og myndavél á krókinn), neyðarrofa sitthvoru megin við tækið til að auka öryggi notenda ásamt sérstökum ryðvarnargrunn fyrir Íslenskar aðstæður.

Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar komu í heimsókn til Kraftvéla í Kópavogi til þess að fá þjálfun á nýja kranann sem mun vonandi nýtast þeim vel í verkefnin á Reykhólum.
Á myndinni (frá vinstri) má sjá Björgvin Daníelsson og Styrmi Gíslason frá Þörungaverksmiðjunni, Ásgrím Gísla og Óskar Gíslason frá Kraftvélum, Hlyn Stefánsson frá Þörungarverksmiðjunni ásamt Uwe Döring frá Grove, en það var einmitt Uwe sem hélt námskeiðið fyrir þennan flotta hóp.

Við óskum Þörungaverksmiðjunni til hamingju með nýja kranann og þökkum þeim kærlega fyrir viðskiptin.