Vélin er um 2,4 tonn að þyngd og er vel útbúin í alla staði. M.a með Komatsu 3D76E 21 hö vél, álagsstýrt vökvakerfi, 300 mm breið gúmmíbelti, lengri gerð af bómuarmi, framhallanlegt hús með öllum helstu þægindum, KOMTRAX 3G kerfi, hraðtengi og 3 skóflum.

Árni Már Sigurðsson starfsmaður Rósabergs ehf kom til okkar á Dalveginn og veitti vélinni viðtöku hjá sölumönnun okkar. Þess má til gamans geta að þetta er önnur Komatsu vélin sem Rósaberg fær afhenta á skömmum tíma.

Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Rósabergs innilega til hamingju með nýju Komastu vélina. Megi þeim farnast afskaplega vel!