Fígaró sérhæfir sig í innflutning og smíði á náttúrustein, inn á heimasíðu Fígaró er hægt að fá upplýsingar um vörur og fyrirtækið.
Fígaró var stofnað árið 2006 af Herði Hermannssyni og Margréti Björg Sigurðardóttur og hafa þau hjónin rekið það allar götur síðar.
Fígaró er bæði að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga og er fyrirtækið þekkt gæðavinnu og eru gerðar ríkar kröfur til fyrirtækisins.
Því varð Iveco Daily fyrir valinu þar sem hann er sterkur og öflugur og hægt er að setja á hann öfluga vörulyftu.

Nýi Iveco Daily bílinn er með 160 hestafla vél og 8 gíra sjálfskiptingu og er með 3.500.kg dráttargetu. Sú vörulyfta sem sett var á bílinn er Dhollandia vörulyfta frá Vögnum og þjónustu með heilopnum í stað vængjahurða og því er hann afar hentugur í starfsemi eins og Fígaró þar sem oft á tíðum er verið að flytja stóra og þunga hluti.

Það var Hörður Hermannsson sem tók við bílnum sem fór strax í notkun hjá Fígaró.

Við óskum þeim til hamingju með nýja bílinn og óskum þeim velfarnaðar.