Bíllinn er 3500 kg í heildarþunga og með 12 rúmmetra flutningsrými, vélin er 210 hestöfl og togar 470 Nm. Gírkassinn er 8 gíra sjálfskipting með torque converter og er framleidd hjá ZF.
Millikassinn er sjálfstæður og er bíllinn alltaf í sídrifi sem er síðan læsanlegt og auk þess meðháu og lágu drifi og þá eru 100% handstýrðar driflæsingar bæði í fram og afturdrifi.
Arctic trucks setti síðan undir bílinn 35“ dekk og felgur, brettakanta, sílsalista, spilbita framan og aftan auk ljósagrindur á framstuðara.
Farangursrýmið er allt klætt að innan og búið er að sérútbúa bílinn með hillukerfi frá Storevan
Rafkerfið var allt sérútbúið og eru vinnuljós á öllum hliðum bílsins, leitarljós á þaki, gul blikkljós, auka lýsing í vinnurými, 220 volt, talstöðvakerfi ofl ofl.
Á myndinni er Sigmar Torfi Ásgrímsson verkefnastjóri hjá Isavia að veita bílnum viðtöku hjá Óskar Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.