Kraftvélar ehf óska Mjólkursamsölunni ehf til hamingju með 3 stk Iveco Daily 7,2 tonna flutningabíla sem þeir fengu afhenta fyrir stuttu síðan.

Bílarnir eru allir eins uppbyggðir með heildarþunga 7,2 tonn, 180 hestafla vél sem togar 430 Nm og 8 gíra sjálfskiptingu sem framleidd er af ZF í Þýskalandi, og loftpúðafjöðrun á afturhásingu auk 100 læsanlegu drifi.

Allir bílarnir eru mjög vel útbúnir af staðalbúnaði auk þess er sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Webasto olíumiðstöð, skjár í mælaborði, bakkmyndavél, festing ofan á mælaborð fyrir spjaldtölvu eða gsm síma með tengingum fyrir usb ofl.

Flutningskassinn er smíðaður hjá Vögnum og Þjónustu ehf og er 5 metra langur og vörulyftan er með 1500 kg lyftigetu og lokar lyftublaðið fyrir alla opnunina á kassanum. Auka bakk og vinnuljós eru sett á bílana og öflugra rafkerfi með 210 amperstunda rafall og 2 rafgeymum. Burðargeta þessara bíla er ca. 3500kg.

Kælivélin er frá Kapp ehf í Garðabæ og er með landtengingu.

Fyrir eiga MS 3 aðra eins Iveco bíla sem eru 5 tonn að heildarþunga og hafa reynst vél að þeirra sögn.

Meðfylgjandi eru myndir af bílunum og Halldóri Inga Steinssyni Dreifingarstjóra hjá MS að veita bílunum viðtöku hjá Óskari Sigurmundasyni Kraftvélum ehf.