Í seinustu viku fengu Víðimelsbræður ehf á Sauðárkróki afhenta nýja glæsilega Komatsu HB365LC-3 Hybrid beltagröfu.

Vélin er ein af Hybrid vélum Komatsu með rafmagnsdrifinn snúningsmótor sem endurnýjar orku á meðan efri hluti vélar er á hreyfingu sem svo umbreytir því í rafmagnsorku. Hin endurnýjaða orka er svo geymd í þétti og er svo notuð af rafal til aðstoða vélina þegar hún þarf að auka snúning. Þannig lækkar Hybrid búnaður eldsneytiseyðslu verulega. Vélin er þar af leiðandi með eina lægstu eldsneytiseyðslu sem í er boði markaðinum, með u.þ.b. 20-30% minni eyðslu en sambærilega vélar.

Vélin er ca 37 tonn að þyngd og afhendist m.a. með Miller PowerLatch hraðtengi, 700 mm spyrnur, sjálfvirkt smurkerfi, KOMTRAX 3G kerfi svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu fylgir henni líka milljóna kaupauki í formi KOMATSUCARE viðhalds og þjónustuáætlun Komatsu sem inniheldur fríar þjónustuskoðanir í 3 ár eða 2000 vst og frí skipti á mengunarbúnaðssíum í 5 ár eða 9000 vst. Svo afhendist hún að auki með 5 ára eða 10.000 vst ábyrgð á öllum Hybrid búnaði.

Jón Árnason framkvæmdastjóri Víðimelsbræðra ehf kom og veitti vélinni viðtöku hjá Halldóri Ólafssyni sölustjóra vinnuvéla. Kraftvélar óska eigendum og starfsfólki Víðimelsbræðra ehf innilega til hamingju með nýju Komatsu vélina. Megi þeim ganga allt í haginn!