Þetta er fjórði vinnuflokkabíllin sem þeir fá og eru þeir allir alveg eins en fyrir eiga þeir auk þess einn 14 tonna bíl sem var sér útbúinn fyrir stærri stauraverkefni . Þetta eru 10 tonna bílar með sætum fyrir 5 farþega auk ökumanns, vélin er 190 hestöfl og skiptingin er 6 gíra ZF sjálfskipting, allir bílarnir eru með miklum sérbúnaði sem er settur á og í þá fyrir afhendingu. Kraninn á bílnum er frá Barka ehf og er 5,5 m/t Fassi krani með þráðlausri fjarstýringu og tveimur tvívirkum glussaúttökum fram á enda kranans. Vagnar og Þjónusta ehf smíðuðu pallinn og annan aukabúnað á bílnum eins og geymslukassa sem er fyrir aftan húsið á bílnum, kassinn er upphitaður með Webasto olíumiðstöð og er útbúinn verkfæri og vinnugalla og auk þess aftast á bílinn geymslugrind fyrir handverkfæri vökvafleyga og margt fleira, auk vökvalagna fyrir fleyga. Amg aukaraf lagði allt auka rafmagn í bílinn fyrir aðvörunarljós, vinnuljós og 220 volta vinnurafmagn, talstöðvar ofl ofl.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu seinasta bílsins þar sem Bjarni Líndal Viðhaldstjóri hjá Veitum tekur við bílnum.